Lífið

Skyndilegur hárvöxtur Jude Law vekur athygli

Hárum á höfði leikarans Jude Law fer snarfækkandi og breska pressan fylgist gaumgæfilega með hárvextinum.

Um þessar mundir beinist athyglin að höfði leikarans í auglýsingum fyrirtækisins Alfred Dunhill sem selur karlmönnum lúxusfatnað í Bretlandi en í auglýsingaherferðinni hefur hárvöxtur leikarans aukist til muna.

Leikarinn mun hafa þungar áhyggjur af hárafæðinni og hefur varla sést án húfu undanfarin misseri.

Sadie Frost, barnsmóðir hans og fyrrverandi eiginkona, hefur samkvæmt heimildum Daily Mail hvatt hann til að leita sér aðstoðar hjá hómópötum, kínverskum læknum og í nálastungum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.