Íslenski boltinn

Hans Mathiesen í Keflavík

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Keflavik.is

Danski miðjumaðurinn Hans Mathiesen er genginn í raðir Keflvíkinga. Landsbankadeildin hefst næsta laugardag en Keflvíkingar taka þá á móti Íslandsmeisturum Vals.

Mathiesen var leystur undan samningi sínum við Fram í síðustu viku og hefur æft með Keflavíkurliðinu síðustu daga. Mathiesen er 24 ára gamall en hann lék 36 leiki með Fram í Íslandsmóti og bikar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×