Innlent

Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins er merki um ótrúlega taugaveiklun

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur að það sé mál Sjálfstæðisflokksins hvernig hann vinni að sinni stefnumótun og hvenær hann haldi landsfundi sína.

Á fundi með blaðamönnum í Valhöll í dag tilkynntu Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir að miðstjórn flokksins hefur ákveðið að flýta landsfundi Sjálfstæðisflokksins og verður hann í lok janúar. Þá var tilkynnt að skipuð hefur verið nefnd um Evrópumál sem mun skila af sér skýrslu sem tekin verður fyrir á landsfundinum.

,,Það til marks um ótrúlega taugaveiklun og upplausn ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fara velta sér um hrygg um stórmál af þessu tagi bara til að framlengja lífið í ónýtri ríkisstjórn og forða sér undan dómi kjósenda," sagði Steingrímur í samtali við Vísi.




Tengdar fréttir

Hefði viljað sjá skýrari Evrópustefnu

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segist hafa vonast eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn myndi boða skýrari stefnu í Evrópumálum í dag. Aftur á móti sé ákvörðun flokksins sem tilkynnt var um áðan skref í rétta átt.

Landsfundi sjálfstæðismanna flýtt og nefnd um Evrópumál skipuð

Ákveðið hefur verið að flýta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem halda átti í október á næsta ári, og verður hann í lok janúar. Þá hefur verið ákveðið að skipa nefnd um Evrópumál. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra á blaðamannafundi í Valhöll en þar fer fram miðstjórnarfundur vegna efnahagsástandsins.

Samfylkingin getur ekki beðið út kjörtímabilið

,,Samfylkingin getur ekki beðið út kjörtímabilið án þess að tekin verði skref í átt að Evrópusambandinu. Við höfum einfaldlega ekki tímann því hann vinnur ekki með okkur," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. ,,Framtíðarsýnin verður að vera skýr."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×