Innlent

Hollendingurinn með hægðatregðuna dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Breki Logason skrifar
Hollendingurinn var gripinn í Leifsstöð við komuna til landsins.
Hollendingurinn var gripinn í Leifsstöð við komuna til landsins.

Rúmlega fertugur hollendingur var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir innflutning á 770 grömmum af kókaíni. Maðurinn var handtekinn við komuna í Leifsstöð í byrjun júní en efnin var hann með innvortis.

Maðurinn var gripinn við komuna til landsins og við röntgenmyndatöku kom í ljós að hann hafði gleypt smokka sem grunur lék á að innihéldu eiturlyf. Illa gekk að koma smokkunum niður og hjálpaði ekki að hann neitaði að taka hægðarlosandi lyf.

Um þriðjungur efnanna hafði skilað sér fjórum dögum eftir að hann var handtekinn og það tók hátt í tvær vikur að ná öllum efnunum út. Eftir að búið var að ná efnunum var maðurinn settur í gæsluvarðhald á Litla Hrauni og var síðan dæmdur í fangelsi í morgun.












Tengdar fréttir

Átta hundruð grömm af kóki komu úr iðrum Hollendings

Hollendingurinn, sem hefur setið sveittur undanfarnar tvær vikur við að losa smokka fulla af kókaíni úr iðrum sínum, hefur lokið sér af. Og afraksturinn er rétt tæp 800 grömm af kókaíni. Þetta staðfesti Eyjólfur Kristjánsson hjá Lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við Vísi.

Kókaínsmokkarnir koma ekki

Hollendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur enn ekki skilað af sér öllum þeim pakkningum sem hann gleypti til þess að smygli kókaíni hingað til lands.

Dópsmyglari með harðlífi - Kókaínið lætur bíða eftir sér

Lítið hefur mjakast í máli hollenska dópsmyglarans sem gripinn var í Leifsstöð fyrir helgi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að röntgenmyndir sýndu að hann væri með þó nokkuð magn af kókaíni í pakkningum innvortis.

Fertugur hollenskur kókaínsmyglari neitar samvinnu

Fertugur Hollendingur, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa ætlað að smygla fíkniefnum innvortis til landsins, harðneitar að taka inn hægðalosandi lyf. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×