Innlent

Kókaínsmokkarnir koma ekki

Hollendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur enn ekki skilað af sér öllum þeim pakkningum sem hann gleypti til þess að smygli kókaíni hingað til lands.

Meira en vika er liðin síðan Hollendingurinn var handtekinn og hefur hann verið undir nánu eftirliti lögreglu og lækna síðan. Hann gleypti töluvert magn af kókaíni sem pakkað var inn með þeim hætti að hann gæti geymt efnin innvortis.

Meltingarfærin ættu svo að öllu jöfnu að sjá til þess að pakknignarnar gangi niður en það hefur eitthvað brugðist í þessu tilfelli. Lögreglan á Suðurnesjum man ekki svo gjörla eftir því að annan eins tíma hafi tekið á fá pakkningar eins og þessar til þess að ganga niður en þess eru dæmi erlendis að það hafi tekið rúmar tvær vikur.

Sem fyrr segir er Hollendingurinn undir nánu eftirliti læknis sem er tilbúinn að grípa inn í ef grunur leikur á að heilsa mannsins sé í hættu af þessum völdum.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×