Lífið

Kveikt í húsi 50 Cent?

Barnsmóðir og tíu ára sonur bandaríska rapparans 50 Cent voru á meðal þeirra sem björguðust úr miklum eldsvoða þegar tvöhundruð milljóna króna hús rapparans á Long Island brann til kaldra kola á föstudagsmorgun.

Grunur leikur á íkveikju og að deilur 50 Cent og fyrrverandi kærustu hans og barnsmóður Shaniquu um eignarhald hússins tengist málinu. Sex voru í húsinu þegar eldurinn kom upp eldsnemma á föstudagsmorgun, Shaniqua, tvö börn hennar og þrír fullorðnir til viðbótar og voru þau öll flutt á sjúkrahús með vott af reykeitrun.

50 Cent býr ekki í húsinu og var víðsfjarri við tökur á nýrri bíómynd í Louisiana í suðurfylkjum Bandaríkjanna þegar eldurinn kom upp. Hann lýsti miklum áhyggjum sínum af eldsvoðanum og þakklæti fyrir það að allir sem voru í húsinu skyldu vera heilir á húfi.

Rapparinn ólst upp í sárri fátækt í og hefur nálægð við ýmiskonar ofbeldi einkennt líf hans. Frægð og frami í poppheiminum vestra virðist ekki hafa umturnað lífi hans að því leyti, því hann lenti síðast í skotárás fyrir utan hús móður sinnar árið 2000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.