Lífið

McCartney fékk lögreglufylgd á tónleika

McCartney naut aðstoðar lögreglu þegar mest á reyndi.
McCartney naut aðstoðar lögreglu þegar mest á reyndi.

Paul McCartney fékk lögreglufylgd um götur New York borgar þegar flugi hans seinkaði.

Flugvél McCartneys lenti þremur klukkustundum of seint á JFK flugvelli þegar til stóð að McCartney myndi syngja tvísöng með Billy Joel á Shea leikvanginum, sem senn verður rifinn. Til að koma í veg fyrir seinkun fékk Bítlastjarnan ódauðlega lögreglufylgd og var McCartney kominn á áfangastað á aðeins fimmtán mínútum.

McCartney og Joel bræddu svo hjörtu tónleikagesta með slögurum á borð við Let It Be og I Saw Her Standing There.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.