Ríkisstjórnarflokkarnir halda velli í MR Breki Logason skrifar 2. desember 2008 21:13 Menntaskólinn í Reykjavík Ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag myndu tæp 70% nemenda við Menntaskólann í Reykjavík kjósa ríkisstjórnarflokkanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans og birtist í nýjasta tölublaði Menntaskólatíðinda. Niðurstaðan kemur ritstjóranum á óvart. „Þetta kemur mér nokkuð á óvart miðað við þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarið. Sérstaklega sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé með mesta fylgið, ég hélt að MR væri meiri krataskóli," segir Egill Örn Gunnarsson ritstjóri Menntaskólatíðinda sem gefið er út í skólanum. Nemendur úr þremur bekkjum í hverjum árgangi voru spurðir út í stuðning sinn við stjórnmálaflokka. Alls voru 230 nemendur sem tóku þátt eða 27% af öllum skólanum. Allir sem voru spurðir tóku afstöðu að sögn Egils. Langflestir sem tóku þátt sögðu að enginn flokkur væri nógu góður, eða 96 nemendur. 58 nemendur sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og 39 Vinstri græna. Samfylkingin fékk 33 atkvæði og Framsóknarflokkurinn 4. Enginn nemandi Menntaskólans í Reykjavík sagðist styðja Frjálslynda flokkinn. „Við drógum þá ályktun að ef þetta væru alþingiskosningar þá myndu þessi 96 atkvæði vera ógild. Miðað við það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með 68% atkvæða. Það má síðan velta fyrir sér hvert þessi ógildu atkvæði hefðu síðan farið," segir Egill. Egill segist finna fyrir miklum áhuga á stjórnmálum í skólanum og sú staðreynd að 41,7% nemenda telji engann flokk á Alþingi nógu góðan sé í raun sláandi. „Það er mikill áhugi hérna myndi ég segja. Það líður varla það hádegi að ekki sé rætt um mótmælin eða fréttirnar úr fréttatímanum kvöldið áður. Ég tel því að MR-ingar séu mjög pólitískir," segir Egill Örn að lokum. Hér er hægt að skoða nýjasta tölublað Menntaskólatíðinda Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ef gengið yrði til Alþingiskosninga í dag myndu tæp 70% nemenda við Menntaskólann í Reykjavík kjósa ríkisstjórnarflokkanna. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem gerð var á meðal nemenda skólans og birtist í nýjasta tölublaði Menntaskólatíðinda. Niðurstaðan kemur ritstjóranum á óvart. „Þetta kemur mér nokkuð á óvart miðað við þá umræðu sem hefur verið í samfélaginu undanfarið. Sérstaklega sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé með mesta fylgið, ég hélt að MR væri meiri krataskóli," segir Egill Örn Gunnarsson ritstjóri Menntaskólatíðinda sem gefið er út í skólanum. Nemendur úr þremur bekkjum í hverjum árgangi voru spurðir út í stuðning sinn við stjórnmálaflokka. Alls voru 230 nemendur sem tóku þátt eða 27% af öllum skólanum. Allir sem voru spurðir tóku afstöðu að sögn Egils. Langflestir sem tóku þátt sögðu að enginn flokkur væri nógu góður, eða 96 nemendur. 58 nemendur sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn og 39 Vinstri græna. Samfylkingin fékk 33 atkvæði og Framsóknarflokkurinn 4. Enginn nemandi Menntaskólans í Reykjavík sagðist styðja Frjálslynda flokkinn. „Við drógum þá ályktun að ef þetta væru alþingiskosningar þá myndu þessi 96 atkvæði vera ógild. Miðað við það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með 68% atkvæða. Það má síðan velta fyrir sér hvert þessi ógildu atkvæði hefðu síðan farið," segir Egill. Egill segist finna fyrir miklum áhuga á stjórnmálum í skólanum og sú staðreynd að 41,7% nemenda telji engann flokk á Alþingi nógu góðan sé í raun sláandi. „Það er mikill áhugi hérna myndi ég segja. Það líður varla það hádegi að ekki sé rætt um mótmælin eða fréttirnar úr fréttatímanum kvöldið áður. Ég tel því að MR-ingar séu mjög pólitískir," segir Egill Örn að lokum. Hér er hægt að skoða nýjasta tölublað Menntaskólatíðinda
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira