Enski boltinn

Vill skora 100. markið á Goodison

NordicPhotos/GettyImages

Framherjann Wayne Rooney hjá Manchester United langar mikið að skora 100. markið sitt á ferlinum á gamla heimavellinum Goodison Park í Liverpool um næstu helgi.

Rooney hefur verið sjóðheitur undanfarið og skoraði 99. markið sitt í Evrópuleiknum gegn Celtic í gærkvöldi. Hann skoraði fyrstu 17 mörkin sín á ferlinum sem leikmaður Everton áður en hann skipti yfir í rautt.

"Leikurinn á laugardaginn er augljóslega stór leikur fyrir mig. Það er alltaf gaman fyrir hvaða leikmann sem er að ná að skora 100 mörk, en ef ég næði að gera það á Goodison þar sem ég hóf ferilinn og skoraði mitt fyrsta mark, yrði það mjög ánægjulegt," sagði Rooney.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×