Lífið

Spilar golf þrátt fyrir kynlífshneyksli

Verne Troyer hefur hingað til verið þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Mini-Me í Austin Powers myndunum og nú síðast lék hann í kvikmyndinni The Love Guru sem frumsýnd var hér á landi í gær.

Troyer lék við hvern sinn fingur á golfmóti á dögunum og brosti sínu blíðasta þrátt fyrir erfiða tíma undanfarið eftir að myndband með honum með lafandi tungu í innilegum stellingum með þáverandi sambýliskonu sinni kom upp á yfirborðið á vefritinu TMZ.

Smávaxni leikarinn kærði birtingu myndbrotsins í kjölfarið og fór fram á 20 milljónir dollara í skaðabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.