Bakarameistarinn berst gegn verðbólgunni 20. október 2008 14:52 Aron Egilsson bakari hjá Bakarameistaranum. MYND/ANTON BRINK Bakarameistarinn berst við verðbólguna með lækkun vöruflokka. Mikil áhersla framvegis lögð á að bjóða upp á íslenska framleiðslu í flestum vöruflokkum. Öll verðskrá fyrirtækisins endurskoðuð til lækkunar þegar ró kemst á íslensku krónuna. Bakarameistarinn ætlar að taka þátt í glímunni við verðbólgudrauginn með því að lækka verð í nokkrum vöruflokkum. Jafnframt mun fyrirtækið draga úr innflutningi, eins og því er frekast unnt, til að hrófla sem minnst við gjaldeyrisforða Íslendinga. Í öllum verslunum Bakarameistarans er byrjað að selja Íslandsbrauð, sem er stórt milligróft brauð, sem kostar aðeins 199 krónur. Hinir séríslensku snúðar hafa einnig verið lækkaðir í verði og kosta nú aðeins 99 krónur. Þá hefur verðið á súpu og brauði með smjöri verið lækkað í 399 krónur. Bakarameistarinn mun á næstu vikum bjóða viðskiptavinum síðum upp á ýmiss hagstæð tilboð til þess að létta íslenskum heimilum róðurinn. „Við viljum taka þátt í baráttunni við verðbólguna hér á Íslandi og gerum okkur fyllilega grein fyrir því að ef ekki verður komið böndum á hana án tafar mun það þýða gríðarlega lífskjaraskerðingu fyrir íslensku þjóðina," segir Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans. Um leið og dragi úr flökti krónunnar muni fyrirtækið endurskoða alla verðskrá Bakarameistarans til lækkunar. „Undanfarna daga og vikur hefur verið mikið um hræðsluáróður í fjölmiðlum. Því hefur verið haldið fram að það sé skortur á hveiti í landinu og að allar hillur verslana muni brátt standa auðar. Þetta er einfaldlega ekki rétt," segir Vigfús og bendir á að ekki sé ástæða til að mála skrattann á vegginn eins og staðan er í dag í þjóðfélaginu. „Þessar lækkanir okkar skal á engan hátt skoða sem verðstríð við önnur bakarí eða verslanir," segir Vigfús. „Við viljum fyrst og fremst ýta við fólki og fyrirtækjum," segir Vigfús. „Það má ekki líta fram hjá því að nú ríður á að fyrirtæki og einstaklingar sýni aðhald og reyni eins og frekast er kostur að draga úr innflutningi." Með þessu vonast forráðamenn Bakarameistarans til þess að sýna gott fordæmi sem megi verða öðrum fyrirtækjum hvatning til þess að skera niður eins og frekast er kostur innflutning á tilbúnum vörum. Rétt er að ítreka að Bakarameistarinn mun ekki draga úr gæðum framleiðslu fyrirtækisins og í engu til spara að bjóða viðskiptavinum sínum upp á brauð og bakkelsi úr besta fáanlega hráefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bakarameistaranum. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Bakarameistarinn berst við verðbólguna með lækkun vöruflokka. Mikil áhersla framvegis lögð á að bjóða upp á íslenska framleiðslu í flestum vöruflokkum. Öll verðskrá fyrirtækisins endurskoðuð til lækkunar þegar ró kemst á íslensku krónuna. Bakarameistarinn ætlar að taka þátt í glímunni við verðbólgudrauginn með því að lækka verð í nokkrum vöruflokkum. Jafnframt mun fyrirtækið draga úr innflutningi, eins og því er frekast unnt, til að hrófla sem minnst við gjaldeyrisforða Íslendinga. Í öllum verslunum Bakarameistarans er byrjað að selja Íslandsbrauð, sem er stórt milligróft brauð, sem kostar aðeins 199 krónur. Hinir séríslensku snúðar hafa einnig verið lækkaðir í verði og kosta nú aðeins 99 krónur. Þá hefur verðið á súpu og brauði með smjöri verið lækkað í 399 krónur. Bakarameistarinn mun á næstu vikum bjóða viðskiptavinum síðum upp á ýmiss hagstæð tilboð til þess að létta íslenskum heimilum róðurinn. „Við viljum taka þátt í baráttunni við verðbólguna hér á Íslandi og gerum okkur fyllilega grein fyrir því að ef ekki verður komið böndum á hana án tafar mun það þýða gríðarlega lífskjaraskerðingu fyrir íslensku þjóðina," segir Vigfús Kr. Hjartarson, framkvæmdastjóri Bakarameistarans. Um leið og dragi úr flökti krónunnar muni fyrirtækið endurskoða alla verðskrá Bakarameistarans til lækkunar. „Undanfarna daga og vikur hefur verið mikið um hræðsluáróður í fjölmiðlum. Því hefur verið haldið fram að það sé skortur á hveiti í landinu og að allar hillur verslana muni brátt standa auðar. Þetta er einfaldlega ekki rétt," segir Vigfús og bendir á að ekki sé ástæða til að mála skrattann á vegginn eins og staðan er í dag í þjóðfélaginu. „Þessar lækkanir okkar skal á engan hátt skoða sem verðstríð við önnur bakarí eða verslanir," segir Vigfús. „Við viljum fyrst og fremst ýta við fólki og fyrirtækjum," segir Vigfús. „Það má ekki líta fram hjá því að nú ríður á að fyrirtæki og einstaklingar sýni aðhald og reyni eins og frekast er kostur að draga úr innflutningi." Með þessu vonast forráðamenn Bakarameistarans til þess að sýna gott fordæmi sem megi verða öðrum fyrirtækjum hvatning til þess að skera niður eins og frekast er kostur innflutning á tilbúnum vörum. Rétt er að ítreka að Bakarameistarinn mun ekki draga úr gæðum framleiðslu fyrirtækisins og í engu til spara að bjóða viðskiptavinum sínum upp á brauð og bakkelsi úr besta fáanlega hráefni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bakarameistaranum.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira