Lífið

Handtekinn fyrir að ráðast á mömmu

Christian Bale sem fer með hlutverk Batman í myndinni The Dark Knight var handtekinn í dag og var í haldi lögreglunnar í allt að fjórar klukkustundir.
Christian Bale sem fer með hlutverk Batman í myndinni The Dark Knight var handtekinn í dag og var í haldi lögreglunnar í allt að fjórar klukkustundir.

Leikarinn Christian Bale, 34 ára, mætti á Belgravia lögreglustöðina í miðborg Lundúna í dag, þar sem hann var handtekinn og yfirheyrður eftir að kæra barst frá fjölskyldu hans, móður og systur.

Mæðgurnar saka leikarann um líkamsárás sem átti sér stað á hótelinu sem þau dvöldu á, daginn fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar The Dark Knight í Lundúnum.



Bale og Sibi eiginkona hans.
Bale hefur verið giftur Sibi Blazic í átta ár en hún starfaði sem aðstoðarkona leikkonunnar Winonu Ryder. Þau eiga saman þriggja ára dóttir, Emmaline.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.