Innlent

Vilja rukka fyrir notkun nagladekkja

MYND/Róbert

Framkvæmda- og eignaráð borgarinnar hefur ákveðið að leita eftir heimildum til gjaldtöku vegna notkunar nagladekkja. Tillaga þessa efnis var samþykkt á fundi ráðsins í vikunni.

Fram kemur í tilkynningu framkvæmda- og eignasviðs að með þessu sé ætlunin að draga úr notkun nagladekkja en þau auki verulega á slit og malbiki og valdi heilsuspillandi svifryksmengun. Í greinargerð með tillögu framkvæmda- og eignaráðs segir einnig að draga megi úr endurmalbikun gatna í Reykjavík svo nemi um tíu þúsund tonnum árlega ef það tækist að draga verulega úr notkun nagladekkja.

Víða erlendis er notkun þeirra bönnuð í þéttbýli þrátt fyrir að þar ríki meiri vetrarveður en í Reykjavík. Ekki er lagt banni við notkun nagladekkja heldur að þeir sem nota nagladekk greiði sérstaklega fyrir það enda valdi notkun þeirra verulegum auknum kostnaði fyrir sveitarfélagið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×