Lífið

Gillz segir Mána vera skotinn í sér

Þorkell Máni Pétursson útvarpsmaður á X-inu segir á blogginu sínu í dag að hann hafi fyrir því öruggar heimildir að Gillzenegger komi út úr skápnum í þættinum Sjálfstæðu fólki sem verður sýndur þarnæsta sunnudag, 16. mars.

Egill Gilzenegger Einarsson segir þetta af og frá.

„Hann er alveg rammöfugur. Hann er með frænku minni og kemur reglulega í tilgangslausar heimsóknir til mín með henni," segir Gillz. „Þetta er bara óskhyggja hjá kallinum."

Aðspurður hvort að vænta sé einhverra stórra uppljóstrana um einkalífið í þættinum verður Gillz þögull sem gröfin. „Ég bara get ekki gefið það upp, það getur vel verið að það komi einhverjir punktar sem eiga eftir að koma á óvart," segir Gillz, sem lofar þó skemmtilegum þætti.

„Þetta verður svolítið öðruvísi þáttur, það er ekki oft sem Jón er með 95 kílóa vöðvabúnt að rífa í lóðin í ræktinni. Það getur ekki klikkað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.