Enski boltinn

Charlton fær Lita að láni í fjórar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lita í leik með Reading.
Lita í leik með Reading. Nordic Photos / Getty Images

Reading hefur ákveðið að lána Leroy Lita til Charlton í fjórar vikur en hann hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliði Reading á leiktíðinni. Lita skoraði fjórtán mörk fyrir Reading á síðustu leiktíð.

„Leroy hefur verið pirraður yfir því hversu fá tækifæri hann hefur fengið að undanförnu," sagði Steve Coppell, stjóri Reading. „Vonandi að þetta verði til þess að hann komist aftur í sitt besta leikform."

Charlton fékk í síðustu viku sóknarmanninn Scott Sinclair að láni frá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×