Enski boltinn

Chelsea reyndi að fá Amauri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Amauri, leikmaður Palermo.
Amauri, leikmaður Palermo. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Amauri, leikmaður Palermo á Ítalíu, hefur greint frá því að forráðamenn Chelsea höfðu samband við umboðsmann hans í janúar síðastliðnum.

Amauri er sóknarmaður sem er metinn á nítján milljónir punda. Hann er 27 ára gamall og hefur skorað níu mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í sumar. Að sögn forseta Palermo er ljóst að hann fer frá félaginu í sumar.

Þó er líklegt að áhugi Chelsea sé ekki eins mikill nú og hann var áður þar sem liðið keypti Nicolas Anelka frá Bolton fyrir fimmtán milljónir punda.

Amauri hefur ekki leikið með brasilíska landsliðinu en hefur sótt um ítalskan ríkisborgararétt. Búist er við því að hann fái ítalskt vegabréf í næsta mánuði og gæti þá verið valinn í landsliðshóp Ítalíu fyrir EM í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×