Enski boltinn

Torres með þrennu í stórsigri Liverpool

Nordic Photos / Getty Images

Liverpool skaust aftur í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann auðveldan 4-0 sigur á West Ham á heimavelli sínum. Fernando Torres skoraði þrennu fyrir Liverpool í leiknum og Steven Gerrard skoraði síðasta markið með þrumuskoti.

Torres skoraði tvö marka sinna eftir sendingu frá Dirk Kuyt og átti líka skalla í stöngina á marki West Ham. Liverpool liðið var reyndar ekki mjög sannfærandi í leiknum fyrr en staðan var orðin 2-0 en eftir það var leikurinn eign liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×