Innlent

Fulltrúi Íslendinga hjá IMF tjáir sig ekki um töfina

Jens Henriksson, aðalfulltrúi Norður- og Eystrasaltslandanna í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segist ekki mega tjá sig um ástæðu þess að fyrirhuguð aðstoð IMF við Íslendinga hafi ekki enn verið tekin fyrir. Hann vísar á ráðgjafa Geirs Haarde og fjölmiðlafulltrúa sjóðsins.

Vísir spurði Henriksson um ástæður þess að IMF lánið hafi enn ekki verið tekið fyrir. Upphaflega stóð til að afgreiða málið í framkvæmdastjórninni í síðustu viku en því hefur nú þrívegis verið frestað. Vísir spurði Henriksson hvort drátturinn tengist deilum Íslendinga við Breta og Hollendinga varðandi Icesave. Ef svo væri ekki, vildi Vísir vita hvað valdi því að málið hafi ekki enn komist á dagskrá.

Henriksson segist hins vegar ekkert geta tjáð sig um þessi mál, það sé ekki sínum verkahring og vísaði hann á Bjorn Richard Johansen, ráðgjafa í forsætisráðuneytinu og fjölmiðlafulltrúa sjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×