Lífið

Posh getur ekki einbeitt sér í flatbotna skóm

Áhugi Victoriu Beckham á hælaháum skóm er ekki bara vegna þess að hún virðist hærri í þeim. Henni finnst þeir ýta undir heilastarfsemi.

Kryddstúlkan, sem sést sjaldan á almannafæri öðruvísi en í hálfgerðum stultum, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að hún gæti alls ekki einbeitt sér í flatbotna skóm. Þetta væri meðal annars ástæða þess að hún gæti ekki stundað líkamsrækt. „Ég gæti farið í líkamsræktarstöð ef að ég klæddist flatbotna skóm. Mér þætti frábært að æfa, en ég bara höndla ekki þetta skótau," sagði Posh, en viðurkenndi þó að hún klæddist sjaldnast hælum heima hjá sér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.