Lífið

Óánægður borgarstjóri fór aftur í myndatöku

Nýju myndirnar eru glæsilegar.
Nýju myndirnar eru glæsilegar.
„Hann fékk sínar myndir fyrir rest," segir Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri. Glæsilegar nýjar myndir af Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra birtust nýlega á vef Reykjavíkurborgar, í stað þeirra sem teknar voru af honum fyrr á árinu.

Ólafur fór í myndatöku þegar hann tók við embætti en þær myndir stóðu ekki undir væntingum. „Hvorki ljósmyndarinn né hann voru ánægðir með þær, en notuðu þær þangað til Ólafur kæmist aftur. Það átti fyrir löngu að vera frágengið en hann fann sér sér ekki tíma fyrr en það var brostið á með fríum í ráðhúsinu," segir Jakob, sem segir mistök í tæknivinnslu hafa hrjáð menn í fyrra skiptið. Jakob segist ekki hafa verið viðstaddur myndatökurnar, en viti ekki betur en Ólafur sé ánægður með útkomuna í þetta sinn.

Gömlu myndirnar stóðu ekki undir væntingum.
Athygli vekur að kinnar Ólafs eru eins og nýbónaður barnsrass á  myndinni, en borgarstjóri hefur yfirleitt verið nokkuð skeggjaður. „Hann rakaði sig fyrir seinni atlöguna," segir Jakob. „Eftir að sól fór að skína í heiði og hann varð allur útitekinn held ég að hann hafi ákveðið að það væri tilvalið að draga upp rakvélina oftar en á þriggja daga fresti."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.