Enski boltinn

Ferguson kemur leikmönnum sínum til varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að leikur sinna manna gegn Chelsea hafi ekki verið grófur þó svo að sjö leikmenn United hafi fengið áminningu í leiknum.

Hann neitaði þó að tjá sig um frammistöðu Mike Riley, dómara leiksins. „Þetta var hörkuleikur en mér fannst ekki vera ein slæm tækling í leiknum," sagði Ferguson.

„Það hafa ýmsir verið að ræða um hvað hafi verið á seyði en það er erfitt að segja eitthvað um dómarann. Ég vil ekki blanda mér í það."

Enska knattspyrnusambandið mun nú rannsaka hegðun United í leiknum eins og alltaf þegar eitt lið fær minnst sex áminningar í einum leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×