Erlent

Kona til æðstu metorða í Bandaríkjaher

MYNd/AP

Kona komst í fyrsta sinn í gær til æðstu metorða í bandaríska hernum. Ann Dunwoody varð þá fjögurra stjörnu hershöfðingi fyrst kvenna. Hún stjórnar birgðamálum fyrir herinn, hefur yfirumsjón með hergögnum hvers konar.

Dunwoody, sem er 55 ára gömul og hefur verið í 33 ár í hernum, sagði í þakkarræðu sinni að hún hefði aldrei átt von á að ná slíkum frama í hernum. Tuttugu og ein kona er hershöfðingi í bandaríska hernum, flestar með eina stjörnu. Konur eru fjórtán prósent Bandaríkjahers eða rúmlega hálf milljón hermanna.

Dunwoody er úr herfjölskyldu en forfeður hennar hafa barist í öllum styrjöldum sem Bandaríkjamenn hafa tekið þátt í allt frá frelsisstríðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×