Enski boltinn

Frakkland vann England

Elvar Geir Magnússon skrifar
David Beckham fer af velli.
David Beckham fer af velli.

Enska landsliðið olli vonbrigðum gegn Frökkum í kvöld. Franck Ribery skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 32. mínútu en hún var dæmd eftir að David James braut á Nicolas Anelka.

Enska liðið skapaði sér fá færi og 1-0 sigur Frakklands á heimavelli sanngjarn. David Beckham lék sinn hundraðasta landsleik, var í byrjunarliðinu en tekinn af velli á 63. mínútu.

Ljóst er að Fabio Capello á enn nokkuð verk fyrir höndum að fínpússa enska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×