Lífið

Mannskapurinn þreyttur í Belgrad

ellyarmanns skrifar
"Í gærkvöldi var hökkt á hlutunum en það er betra að það gerist á æfingum en ekki í keppninni.," segir Jónatan Garðarsson. MYND GVA
"Í gærkvöldi var hökkt á hlutunum en það er betra að það gerist á æfingum en ekki í keppninni.," segir Jónatan Garðarsson. MYND GVA

"Það er allt gott að frétta og stemningin er mjög góð. Við vorum með veislu í gær sem heppnaðist afskaplega vel. Fjöldi fólks kom, á milli 450 og 500 manns, en það komust ekki fleiri inn í klúbbinn," segir Jónatan Garðarsson talsmaður Eurovision-hópsins sem er staddur í Belgrad.

"Það er allt tilbúið. Friðrik Ómar og Regína eru búin að æfa mjög vel og öll rennslin voru mjög fín. Það var ekkert sem þurfti að laga hjá þeim. Smá eftirvinnsla eins og myndvinnsla og hljóðvinnsla."

"Æfingarnar fyrir undanúrslitakeppnina hafa verið skrikkjóttar. Hér er mikil keyrsla og mannskapurinn orðinn þreyttur. Það er tvöfalt álag því þetta er jú tvöföld keppni. Í gærkvöldi var hökkt á hlutunum en það er betra að það gerist á æfingum en ekki í keppninni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.