Innlent

Samfylkingin í Reykjavík skorar á þingflokkinn að beita sér fyrir kosningum

Stjórn Samfylkingarfélags Reykjavíkur samþykkti í dag ályktun á stjórnarfundi félagsins þar sem skorað er á þingmenn flokksins að beita sér fyrir því að kosningar til Alþingis fari fram sem fyrst á næsta ári.

„Mikil ólga og reiði er í samfélaginu og krafan um kosningar er hávær. Samfylkingin sem lýðræðislegur stjórnmálaflokkur má ekki skella skollaeyrum við eðlilegum kröfum þjóðarinnar um virkt lýðræði. Með kosningum verður þjóðin þátttakandi í þeirri uppbyggingu sem framundan er," segir í ályktuninni.

„Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík skorar á þingflokk Samfylkingarinnar að beita sér fyrir því að kosningar til Alþings fari fram sem fyrst á nýju ári. Traust almennings verður einungis endurvakið með kosningum," segir að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×