Innlent

Sex japanskir túnfiskbátar í Reykjavíkurhöfn

Myndin er á heimasíðu Faxaflóahafna.
Myndin er á heimasíðu Faxaflóahafna.

Sex japanskir túnfiskveiðibátar eru nú í Reykjavíkurhöfn en þeir komu hingað til lands í gærdag. Bátarnir koma til hafnar nú vegna veðurs og taka í leiðinni olíu og vistir og í einu tilfelli verður skipt um hluta af áhöfn.

Fjallað er um komu bátanna á heimasíðu Faxaflóahafna. Umboðsmaður bátanna í Reykjavík hafði eftir einum skipstjóranna að ágætis veiði hafi verið sunnan við 200 mílurnar.

Viðdvöl bátanna í Reykjavík er allt frá einum degi upp í 4 daga og reikna má með að áhöfnum finnist íslenski veturinn óblíður.

Flestir í áhöfn eru frá Indónesíu en yfirmenn eru Japanar. Miðstöð útgerðarinnar er á Kanarí eyjum








Fleiri fréttir

Sjá meira


×