Fótbolti

Guðjón hefur ekkert heyrt frá Hearts

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA.
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA.
Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Guðjóns Þórðarsonar, segir í samtali við skoska fjölmiðla í dag að hann hafi ekkert heyrt í forráðamönnum Hearts.

Guðjón hefur lengi verið orðaður við stjórastöðuna hjá Hearts en Daily Record heldur því fram í dag að Guðjón komi ekki lengur til greina.

„Ég hef ekkert heyrt frá Hearts," sagði Ólafur í samtali við blaðið.

Blaðið heldur því fram að Vladimir Romanov, eigandi félagsins, sé nú kominn aftur á byrjunarreit í leit sinni að nýjum stjóra þar sem Vladimir Weiss virðist hafa misst af tækifæri sínu til að gerast nýr knattspyrnustjóri félagsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×