Lífið

Eini kvenkyns íþróttafréttamaðurinn á Íslandi

ellyarmanns skrifar
"Gallinn er að sjálfsögðu að vera eina stelpan, og ekki bara á íþróttadeild RÚV, heldur eina stelpan yfirhöfuð sem íþróttafréttamaður." MYND/Guðjón Jónsson.
"Gallinn er að sjálfsögðu að vera eina stelpan, og ekki bara á íþróttadeild RÚV, heldur eina stelpan yfirhöfuð sem íþróttafréttamaður." MYND/Guðjón Jónsson.

"Það gengur bara alveg glimrandi. Enda hef ég unnið með sumum þeirra í mörg ár á RÚV og þekki þá því ágætlega. Þetta eru indælispiltar allt saman og þeir passa vel upp á stelpuna sína," svarar Lovísa Arnadóttir íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu en hún var að klára háskólanám og útskrifast í júní.

"Þá fæ ég hinn virðulega titil bókmenntafræðingur, sem mun tvímælalaust koma að miklu gagni í íþróttunum í sumar."

"Kostirnir eru fjölmargir - það er til dæmis skemmtilegur húmor og andrúmsloftið er frekar afslappað. Svo er erfitt að toppa hvað það iðar allt af lífi í húsinu og ég held maður verði háður hasarnum sem fylgir sjónvarps- og útvarpsvinnslu," segir Lovísa innt eftir kostum og göllum í starfinu.

"Gallinn er að sjálfsögðu að vera eina stelpan, og ekki bara á íþróttadeild RÚV, heldur eina stelpan yfirhöfuð sem íþróttafréttamaður. Maður hefur stundum á tilfinningunni að maður sé hálfútundan því það er ekki vaninn að stelpa sinni þessu starfi. Það ættu fleiri konur að sækjast eftir því, við getum þetta ekkert síður en þeir. Og með fjölgun kvenna verður kannski hætt að gera grín að sléttujárninu á skrifborðinu mínu."

"Ég kem á fullt á sportið í sumar," segir Lovísa að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.