Erlent

Um 20 Svía saknað í Búrma

MYND/AP

Um 20 starfsmanna sænsku þróunarsamvinnustofnunarinnar er saknað í Búrma eftir yfirreið fellibyljarins Nargis um síðustu helgi. Þetta kemur fram á vef sænska ríkisútvarpsins.

Ekkert hefur frést af þeim eftir hamfarirnar miklu en um tugur er hins vegar kominn í leitirnar. Sendiherra Svíþjóðar í nágrannaríkinu Taílandi segir þó að ekki sé ástæða til þess að hafa áhyggjur en áfram verði reynt að nái sambandi við fólkið. Hugsanlegt er að það sé farið frá Búrma.

SÞ segir tölu látinna eiga eftir að hækka umtalsvert

Fram hefur komið að ein milljón manna sé heimilislaus eftir yfireið fellibyljarins og þá eru enn um fimm þúsund ferkílómetrar lands undir vatni. Stjórnvöld í Búrma hafa greint frá því að 23 þúsund manns hafi farist en talsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í dag að tala látinna gæti hækkað umtalsvert án þess þó að nefna tiltekna tölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×