Lífið

Kreppan flækist ekki fyrir í sölu 200 milljóna glæsihýsa

Húsið er með eindæmum glæsilegt.
Húsið er með eindæmum glæsilegt. MYND/Remax
„Eitt glæsilegasta hús borgarinnar teiknað af Skarphéðni Jóhannssyni- sannkallað tímamótaverk. Hér er byggt af djörfung og glæsimennsku, allt sérhannað," segir í lýsingu fasteignasölunnar Remax Torgs á einni veglegustu villu sem sést hefur í fasteignauglýsingum undanfarið.

Tólf herbergi eru í húsinu, sem stendur við Ægisíðuna í Vesturbænum. Það er 496 fermetrar á tveimur hæðum og innréttað á hinn vandaðasta hátt. Sérvalinn harðviður er í öðru hverju horni, og steindur gluggi eftir Jón Engilberts listamann skreytir handsmíðaðan stiga á milli hæðanna. Nágrannarnir eru svo ekki af verri endanum, en í næsta húsi býr til að mynda Ottó Guðjónsson lýtalæknir.
Þeir sem eru að spá að skipta út blokkaríbúðinni sinni geta líklega flestir gleymt því. Fasteignasali hjá Remax sem Vísir ræddi við sagði verð hússins líklega hlaupa á tvöhundruð milljónum. Hann sagði kreppu lítil áhrif hafa á sölu húsa af þessari stærðargráðu. Þau væru ekki á hverju strái, og þeir sem á annað borð séu að hugleiða að kaupa sér þak yfir höfuðið á tvöhundruð milljónir séu ekki ofurseldir svínslegum lánakjörum bankanna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.