Lífið

Skuggalega nákvæm eftirlíking - myndir

Vax eða hold og blóð?
Vax eða hold og blóð?

Vaxmyndin af þáttastjórnandanum og ofurfyrirsætunni Tyru Banks er nú til sýnis á vaxmyndasafninu Madame Tussauds í New York. Eftirlíkingin þykir skuggalega raunveruleg af fyrirsætunni eins og myndirnar sýna.

Tyra Banks heldur því fram að hún er langt frá því að vera hin nýja Oprah Winfrey þrátt fyrir að vera með eigin spjallþátt og koma fram í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bandaríkjanna, America´s Next Top Model.

Vegsemd Tyru í sjónvarpi hefur aukist að undanförnu enda hefur hún fengið þungavigtargesti í þáttinn sinn eins og Barack Obama og Hillary Clinton.

„Í fyrstu þá þoldi ég þetta ekki," sagði Tyra þegar Entertainment Weekly spurði hana um stöðugan samanburð við Oprah. Tyra segir að í upphafi hafi hún grátið sig í svefn vegna þrýstingsins á að vera líkt saman við Tyra. Hún segir þó að ef hún væri hvít þá væri fólk ekki að líkja þeim saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.