Innlent

Krafa um launaleiðréttingu Lofts aftur í hérað

MYND/GVA

Hæstiréttur hefur vísað heim í hérað til endurmeðferðar máli Lofts Jóhannssonar, formanns Félags íslenskra flugumferðarstjóra, á hendur ríkinu vegna leiðréttingar á launum.

Samkvæmt úrskurði samgönguráðuneytisins árið 2004 átti hann rétt á launaleiðréttingu í starfi flugumferðarstjóra en við því varð Flugmálastjórn ekki. Leitaði hann því til dómstóla til þess að fá kröfu sína viðurkennda og krafðist um 2,1 milljónar króna auk dráttarvaxta.

Héraðsdómur hafnaði því en Hæstiréttur komst að því að héraðsdómur hefði ekki tekið afstöðu til málsástæðu Lofts heldur einungis ríkisins. ,,Þar sem engin afstaða var tekin til meginmálsástæðu áfrýjanda verður ekki hjá því komist að ómerkja hinn áfrýjaða dóm og vísa málinu heim í hérað til munnlegs flutnings og dómsálagningar að nýju," segir í dómi Hæstaréttar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×