Innlent

Fólk láti vita um grunsamlegar mannaferðir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að vera á varðbergi og láta vita um grunsamlegar mannaferðir, ekki síst í íbúðahverfum.

Innbrot á heimili eigi sér oft stað að degi til og þá geta upplýsingar, t.d. frá nágrönnum, ráðið miklu. Bendir lögregla á að lítilfjörleg atriði geti skipt sköpum og gott sé að skrifa það hjá sér ef fólk tekur eftir einhverju óvenjulegu í sínu nánasta umhverfi.

„Sama gildir um bílnúmer en slíkar upplýsingar geta komið lögreglu á sporið. Innbrotsþjófar fylgjast gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða og því er mikilvægt að hafa þessi atriði í huga. Munið að það er betra að hringja einu sinni of oft í lögregluna með upplýsingar af þessi tagi en einu sinni of sjaldan," segir lögreglan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×