,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið" 23. nóvember 2008 14:03 Myndin er tekin af dóttur Önnu á slysavarðsstofunni í gær. Myndin er fengin af heimasíðu Önnu - www.anna.is Móðir 16 ára stúlku sem fékk piparúða yfir sig í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í gær er allt annað en sátt með aðgerðir lögreglu. ,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið," segir Anna Helgadóttir en dóttir hennar komst við illan leik út úr lögreglustöðinni. Í framhaldinu leituðu mæðgurnar aðstoðar á slysadeild. Nokkur hundruð manns mótmætlu við lögreglustöðina í gær handtöku Hauks Hilmarssonar sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum. Anna er vinkona Evu Hauksdóttur, móður Hauks, og hún mætti við lögreglustöðina til að styðja mæðginin. ,,Ég átti alveg eins von á því að við yrðum þrjár fyrir utan lögreglustöðina," segir Anna og bætir við að sér hafi komið verulega á óvart hversu margir mættu til að mótmæla handtökunni sem var ólögmæt að hennar mati. ,,Ég er ekki hlynnt því að fólk grýti hlutum eða skemmi þegar það er að mótmæla," segir Anna sem telur að mótmælin við lögreglustöðina hafi farið úr böndunum. ,,Mér fannst viðbrögð lögreglu aftur á móti furðuleg því það var eins og húsið væri mannlaust. Það reyndi enginn að koma og tala við fólkið. Fyrstu viðbrögð lögreglu var skyndiárás." Anna segir að þegar að hópur fólks fór inn í anddyrið hafi dóttir sín borist inn með fjöldanum. Anna reyndi að ná til hennar og segja henni að koma út. Þegar fólkið kom hlaupandi út stuttu síðar undan piparúðanm fann Anna hana sárkvalda. ,,Hún fann til andlitinu, höndum, hnakka og alls staðar þar sem hún varð fyrir eitrinu." Anna segir að dóttir sín hafi fengið góða aðhlynningu á slysavarðsstofunni í Fossvogi þar sem skolað var úr augum hennar. Anna furðar sig aftur á móti á því að starfsfólkið virðist ekki vita vel hvernig á að meðhöndla önnur svæði sem komast í snertingu við það efnið. ,,Það er vitað að lögreglan beitir þessu vopni og ég hafði talið eðlilegt að starfsmenn heilbrigðisstofnanna myndu vita betur hvernig á að meðhöndla þá sem komast í snertingu við eitrið." Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Móðir 16 ára stúlku sem fékk piparúða yfir sig í anddyri lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu í gær er allt annað en sátt með aðgerðir lögreglu. ,,Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið jafn reið," segir Anna Helgadóttir en dóttir hennar komst við illan leik út úr lögreglustöðinni. Í framhaldinu leituðu mæðgurnar aðstoðar á slysadeild. Nokkur hundruð manns mótmætlu við lögreglustöðina í gær handtöku Hauks Hilmarssonar sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu fyrir tveimur vikum. Anna er vinkona Evu Hauksdóttur, móður Hauks, og hún mætti við lögreglustöðina til að styðja mæðginin. ,,Ég átti alveg eins von á því að við yrðum þrjár fyrir utan lögreglustöðina," segir Anna og bætir við að sér hafi komið verulega á óvart hversu margir mættu til að mótmæla handtökunni sem var ólögmæt að hennar mati. ,,Ég er ekki hlynnt því að fólk grýti hlutum eða skemmi þegar það er að mótmæla," segir Anna sem telur að mótmælin við lögreglustöðina hafi farið úr böndunum. ,,Mér fannst viðbrögð lögreglu aftur á móti furðuleg því það var eins og húsið væri mannlaust. Það reyndi enginn að koma og tala við fólkið. Fyrstu viðbrögð lögreglu var skyndiárás." Anna segir að þegar að hópur fólks fór inn í anddyrið hafi dóttir sín borist inn með fjöldanum. Anna reyndi að ná til hennar og segja henni að koma út. Þegar fólkið kom hlaupandi út stuttu síðar undan piparúðanm fann Anna hana sárkvalda. ,,Hún fann til andlitinu, höndum, hnakka og alls staðar þar sem hún varð fyrir eitrinu." Anna segir að dóttir sín hafi fengið góða aðhlynningu á slysavarðsstofunni í Fossvogi þar sem skolað var úr augum hennar. Anna furðar sig aftur á móti á því að starfsfólkið virðist ekki vita vel hvernig á að meðhöndla önnur svæði sem komast í snertingu við það efnið. ,,Það er vitað að lögreglan beitir þessu vopni og ég hafði talið eðlilegt að starfsmenn heilbrigðisstofnanna myndu vita betur hvernig á að meðhöndla þá sem komast í snertingu við eitrið."
Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira