Innlent

Óbreyttir stýrivextir hjá Seðlabankanum

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 18 prósentum en hefðbundinn vaxtaákvörðunardagur er í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar segir einnig að greining bankans á stöðu og horfum í efnahagsmálum verði í Peningamálum á heimasíðu bankans í dag um kl. 11. Sem kunnugt er mótast stefnan í efnahagsmálum á næstunni í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en einmitt vegna samkomulags við sjóðinn voru stýrivextir hækkaðir um sex prósent í síðustu viku.

Búist er við að endanleg ákvörðun sjóðsins um lán liggi brátt fyrir og að aðgerðaráætlun birtist í kjölfarið. Bankastjórn Seðlabankans mun greina frá stefnunni í peningamálum í framhaldi þess.






Tengdar fréttir

Gera ráð fyrir helmingslækkun húsnæðisverðs

Á þriðja fjórðungi ársins lækkaði húsnæðisverð á milli ára að nafnvirði í fyrsta skipti frá árinu 1997. Seðlabankinn spáir því að húsnæðisverð haldi áfram að lækka í kjölfar þess að eftirspurn eftir húsnæði dalar vegna fjármálakreppunnar, kaupmáttur rýrnar, framboð lánsfjár dregst saman og erlendir starfsmenn flytja af landi brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×