Lífið

Útgáfutónleikar Ísafoldar á sunnudag

Umslag nýjustu plötu Ísafoldar.
Umslag nýjustu plötu Ísafoldar.

Útgáfutónleikar Kammersveitarinnar Ísafoldar eru sunnudaginn 27. apríl nk. Tónleikarnir verða jafnframt uppskerutónleikar fyrir annars vegar sveitina, sem fagnar nú fimm ára starfsafmæli, og 12 Tóna, sem fagna 10 ára afmæli. Þetta segir í fréttatilkynningu.

Tónleikarnir eru styrktir af Reykjavíkurborg, en Ísafold var útnefndur Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar 2008 og vann nýlega Íslensku tónlistarverðlaunin sem flytjandi ársins í flokki sígildrar tónlistar og samtímatónlistar. Á efnisskrá verða m.a. fluttar tónlistarperlur 20. aldar af nýju plötunni og nýtt verk eftir hljómsveitarstjóra sveitarinnar, Daníel Bjarnason, sem samið var sérstaklega fyrir sveitina sl. sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.