Vg leggur fram frumvarp um breytingar á eftirlaunalögum 6. nóvember 2008 13:49 Þingflokkur Vinstri- grænna hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema sérréttindi æðstu embættismanna sem kveðið er á um í hinum umdeildu eftirlaunalögum. Samkvæmt frumvarpinu sem lagt var fram í dag er gert ráð fyrir að þessi hópur greiði iðgjöld til lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og njóti frá og með þeim degi réttinda samkvæmt reglum A-deildar LSR. Í frumvarpinu er einnig lagt til að allar launagreiðslur til þessa hóps umfram 450 þúsund krónur skerðist um 20 prósenta í átt til launajöfnunar í landinu á erfiðum tímum. Fram kemur í tilkynningu Vinstri - grænna að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, hafi upplýst formenn annarra stjórnmálaflokka um þetta á fundi í morgun. „Steingrímur sagði þolinmæði þingflokks Vinstri grænna þrotna að bíða þess að eitthvað gerðist í málinu af hálfu ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin hefði nú setið að völdum í eitt og hálft ár með yfirgnæfandi þingmeirihluta og ákvæði um endurskoðun eftirlaunalaganna í stjórnarsáttmálanum en enn hefði ekkert gerst og engin hreyfing verið á málinu mánuðum saman. Jafnvel hefði verið látið í veðri vaka að málið strandaði á stjórnarandstöðunni, sem væri tilhæfulaust. Nú hefði ríkisstjórnin tækifæri til að samþykkja frumvarp þingflokks VG sem fæli í sér svipaða nálgun og frumvarp nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar frá síðasta þingi," segir í tilkynningunni. Vinstri - græn hafna því að ekki sé hægt að gera breytingar á eftirlaunalögunum fyrir áramót. Við núverandi aðstæður í þjóðmálum væri einboðið að Alþingi tæki af skarið og kæmi sérréttindum eftirlaunalaganna út úr heiminum fyrir jól. „Það er jafnframt skoðun þingflokks VG að í beinu framhaldi af afnámi eftirlaunalaganna beri Alþingi að taka til skoðunar þær greiðslur til þingmanna sem ákvarðaðar eru af þinginu sjálfu í sama tilgang," segir enn fremur í tilkynningunni. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Þingflokkur Vinstri- grænna hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema sérréttindi æðstu embættismanna sem kveðið er á um í hinum umdeildu eftirlaunalögum. Samkvæmt frumvarpinu sem lagt var fram í dag er gert ráð fyrir að þessi hópur greiði iðgjöld til lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og njóti frá og með þeim degi réttinda samkvæmt reglum A-deildar LSR. Í frumvarpinu er einnig lagt til að allar launagreiðslur til þessa hóps umfram 450 þúsund krónur skerðist um 20 prósenta í átt til launajöfnunar í landinu á erfiðum tímum. Fram kemur í tilkynningu Vinstri - grænna að Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins, hafi upplýst formenn annarra stjórnmálaflokka um þetta á fundi í morgun. „Steingrímur sagði þolinmæði þingflokks Vinstri grænna þrotna að bíða þess að eitthvað gerðist í málinu af hálfu ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin hefði nú setið að völdum í eitt og hálft ár með yfirgnæfandi þingmeirihluta og ákvæði um endurskoðun eftirlaunalaganna í stjórnarsáttmálanum en enn hefði ekkert gerst og engin hreyfing verið á málinu mánuðum saman. Jafnvel hefði verið látið í veðri vaka að málið strandaði á stjórnarandstöðunni, sem væri tilhæfulaust. Nú hefði ríkisstjórnin tækifæri til að samþykkja frumvarp þingflokks VG sem fæli í sér svipaða nálgun og frumvarp nokkurra þingmanna Samfylkingarinnar frá síðasta þingi," segir í tilkynningunni. Vinstri - græn hafna því að ekki sé hægt að gera breytingar á eftirlaunalögunum fyrir áramót. Við núverandi aðstæður í þjóðmálum væri einboðið að Alþingi tæki af skarið og kæmi sérréttindum eftirlaunalaganna út úr heiminum fyrir jól. „Það er jafnframt skoðun þingflokks VG að í beinu framhaldi af afnámi eftirlaunalaganna beri Alþingi að taka til skoðunar þær greiðslur til þingmanna sem ákvarðaðar eru af þinginu sjálfu í sama tilgang," segir enn fremur í tilkynningunni.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira