Innlent

Tekinn á yfir 200 kílómetra hraða

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann, eftir að hann hafði mælst á yfir 200 kílómetra hraða á Eyrarbakkavegi í gær, í kappakstri við annan.

Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum, en hinn slapp. Hann var á dökkum BMW-fólksbíll, eineygðum, og lýsir lögreglan eftir honum. Þetta er einhver mesti ökuhraði sem lögreglan á Selfossi hefur mælt til þessa, en þónokkrir afleggjarar liggja inn á Eyrarbakkaveginn, sem gerir hraðakstur þar enn hættulegri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×