Innlent

Þjóðin ber mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

MYND/Anton Brink

Nánast allir þeir sem spurðir voru í könnun Capacent, eða rúm 96 prósent, segjast bera mikið eða frekar mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Könnunin var gerð fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Brunamálastofnun í september og þeir fáu sem ekki sögðust bera mjög mikið eða frekar mikið traust til stéttarinnar svöruðu yfirleitt "hvorki né" en neikvæðni er vart mælanleg.

Könnunin leiddi einnig í ljós að 97 prósent telja Eldvarnaátak landssambandsins fyrir jól og áramót vera mjög eða frekar mikilvægt en átakið hefst í næstu viku. Þá heimsækja slökkviliðsmenn um fimm þúsund grunnskólabörn um allt land, fræða þau um eldvarnir og gefa þeim kost á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni ásamt fjölskyldum sínum. Fræðslu um eldvarnir heimilanna verður jafnframt beint til alls almennings.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×