Lífið

Hópakstur fornbíla í Reykjavík og á Akureyri

Fornbílar verða áberandi á götum Reykjavíkur og Akureyrar í dag þar sem félagar í Fornbílaklúbbum halda sérstakan fornbíladag í samvinnu við Frumherja hf.

Margir af glæsilegustu fornbílum landsins tóku að streyma klukkan níu í morgun á skoðunarstöð Frumherja á Hesthálsi til skoðunar og síðar í dag fara fornbílaeigendur saman í hópakstur, bæði um höfuðborgina og höfuðstað Norðurlands.

Hápunktur dagsins hjá fornbílaáhugamönnum verður á Bessastöðum síðar í dag þar sem sýndur verður forsetabíll Sveins Björnssonar, af Packard-gerð frá árinu 1942, en margra ára endurgerð hans er nú lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.