Kevin Phillips, leikmaður West Brom, var í gærkvöldi útnefndur leikmaður ársins í ensku B-deildinni en þá fór fram verðlaunahátíð neðri deildanna í Englandi.
Phillips er markahæsti leikmaður deildarinnar á tímabilinu en hann hefur þegar skorað sextán mörk í deildinni.
Jermaine Beckford, Leeds, var valinn besti leikmaður C-deildarinnar auk þess sem hann hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir mark ársins.
Besti leikmaður D-deildarinnar var valinn Keith Andrew, leikmaður MK Dons.
Michael Kightly, Wolves, var valinn besti ungi leikmaðurinn.