Lífið

Boy George nánast óþekkjanlegur

Breski Culture Club söngvarinn, Boy George, sem var synjað um landvistarleyfi í Bandaríkjunum vegna vafasamrar fortíðar sinnar, er nánast óþekkjanlegur í dag.

Boy George, sem heitir réttu nafni George O'Dowd, hefur bætt á sig tugum kílóa ef marka má myndir, sem teknar voru af honum í Lundúnum í vikunni sem leið.



Heimsókn söngvarans til Bandaríkjanna átti að vera hluti af sumartónleikaferð hans þar sem popparinn ætlaði meðal annars að halda sérstaka tónleika fyrir fyrrverandi starfsfélaga sína í hreinsunardeild New York borgar þar sem hann sinnti samfélagsþjónustu á síðasta ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.