Ótrúleg endurkoma hjá Liverpool - Tottenham sekkur enn 5. október 2008 15:57 Fernando Torres skoraði tvö mörk í dag NordicPhotos/GettyImages Dramatíkin var í hámarki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lagði Manchester City 3-2 á útivelli eftir að hafa lent undir 2-0 og öskubuskulið Hull sökkti Tottenham enn dýpra á botninn. Manchester City byrjaði mjög vel á móti Liverpool og hafði yfir 2-0 í hálfleik með mörkum Stephen Ireland og Javier Garrido á 19. og 42. mínútu. Fernando Torres klóraði í bakkann fyrir gestina á 55. mínútu og á 67. fékk Pablo Zabaleta hjá City að líta rauða spjaldið. Það var vatn á myllu Liverpool, sem nýtti sér liðsmuninn. Fernando Torres jafnaði leikinn sex mínútum síðar og það var svo Hollendingurinn Dirk Kuyt sem tryggði þeim rauðu sigurinn með marki á 90. mínútu. Nýliðar Hull City drógu enn eitt kraftaverkið upp úr poka sínum í norðurhluta Lundúna þegar þeir skelltu heillum horfnu liði Tottenham 1-0 á White Hart Lane. Það var hinn ótrúlegi Geovanni sem var hetja liðsins enn á ný þegar hann skrúfaði aukaspyrnu í bláhornið eftir aðeins 8 mínútna leik. Tottenham er sem fyrr jarðað á botni deildarinnar og ekkert annað en fallbarátta bíður liðsins á næstunni. Ljóst er að þessi úrslit verða ekki til að styrkja stöðu Juande Ramos knattspyrnustjóra og áhorfendur á White Hart Lane bauluðu sína menn af velli enn einu sinni. Chelsea heldur áfram góðu gengi sínu og í dag vann liðið verðskuldaðan 2-0 sigur á Aston Villa. Joe Cole og Nicolas Anelka skoruðu mörk Chelsea í fyrri hálfleik. Portsmouth lagði nýliða Stoke City 2-1 á heimavelli. Peter Crouch og Jermain Defoe skoruðu mörk Portsmouth sem veitti ekki af sigrinum eftir fremur dapurt gengi að undanförnu. Hermann Hreiðarsson var á bekknum hjá Portsmouth í dag og kom inn sem varamaður í blálokin. Í lokaleik dagsins náði svo Newcastle jafntefli við Everton á útivelli 2-2 eftir að hafa lent undir 2-0. Þetta var fyrsti leikur Joe Kinnear sem settur stjóri Newcastle. Everton komst í 2-0 með mörkum Mikel Arteta (víti) og Marouane Fellaini, en Steven Taylor og Damien Dufff jöfnuðu leikinn fyrir Newcastle, sem náðu sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni. Chelsea er á toppi deildarinnar með 17 stig líkt og Liverpool sem er í öðru sæti. Hull City er komið í þriðja sæti með 14 stig, stigi á undan Arsenal og Aston Villa. Enski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
Dramatíkin var í hámarki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lagði Manchester City 3-2 á útivelli eftir að hafa lent undir 2-0 og öskubuskulið Hull sökkti Tottenham enn dýpra á botninn. Manchester City byrjaði mjög vel á móti Liverpool og hafði yfir 2-0 í hálfleik með mörkum Stephen Ireland og Javier Garrido á 19. og 42. mínútu. Fernando Torres klóraði í bakkann fyrir gestina á 55. mínútu og á 67. fékk Pablo Zabaleta hjá City að líta rauða spjaldið. Það var vatn á myllu Liverpool, sem nýtti sér liðsmuninn. Fernando Torres jafnaði leikinn sex mínútum síðar og það var svo Hollendingurinn Dirk Kuyt sem tryggði þeim rauðu sigurinn með marki á 90. mínútu. Nýliðar Hull City drógu enn eitt kraftaverkið upp úr poka sínum í norðurhluta Lundúna þegar þeir skelltu heillum horfnu liði Tottenham 1-0 á White Hart Lane. Það var hinn ótrúlegi Geovanni sem var hetja liðsins enn á ný þegar hann skrúfaði aukaspyrnu í bláhornið eftir aðeins 8 mínútna leik. Tottenham er sem fyrr jarðað á botni deildarinnar og ekkert annað en fallbarátta bíður liðsins á næstunni. Ljóst er að þessi úrslit verða ekki til að styrkja stöðu Juande Ramos knattspyrnustjóra og áhorfendur á White Hart Lane bauluðu sína menn af velli enn einu sinni. Chelsea heldur áfram góðu gengi sínu og í dag vann liðið verðskuldaðan 2-0 sigur á Aston Villa. Joe Cole og Nicolas Anelka skoruðu mörk Chelsea í fyrri hálfleik. Portsmouth lagði nýliða Stoke City 2-1 á heimavelli. Peter Crouch og Jermain Defoe skoruðu mörk Portsmouth sem veitti ekki af sigrinum eftir fremur dapurt gengi að undanförnu. Hermann Hreiðarsson var á bekknum hjá Portsmouth í dag og kom inn sem varamaður í blálokin. Í lokaleik dagsins náði svo Newcastle jafntefli við Everton á útivelli 2-2 eftir að hafa lent undir 2-0. Þetta var fyrsti leikur Joe Kinnear sem settur stjóri Newcastle. Everton komst í 2-0 með mörkum Mikel Arteta (víti) og Marouane Fellaini, en Steven Taylor og Damien Dufff jöfnuðu leikinn fyrir Newcastle, sem náðu sér í dýrmæt stig í botnbaráttunni. Chelsea er á toppi deildarinnar með 17 stig líkt og Liverpool sem er í öðru sæti. Hull City er komið í þriðja sæti með 14 stig, stigi á undan Arsenal og Aston Villa.
Enski boltinn Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira