Erlent

Breytingar á samkomulagi Íraka við Bandaríkjamenn

MYND/AP

Írakska ríkisstjórnin hefur gert breytingar á samkomulagi við Bandaríkjamenn sem kveður á um að Bandaríkjaher megi vera í landinu til ársins 2011.

Talsmaður ríkisstjórnarinnar sagði að breytingarnar hefðu verið gerðar til þess að þjóðin gæti sætt sig við samkomulagið. Hann sagði enn fremur að unnið yrði að breytingum á næstunni og að samningurinn yrði síðan kynntur samninganefnd Bandaríkjanna.

Samkvæmt drögum að samkomulaginu verða bandarískar hersveitir að fara frá Írak í lok árs 2011 nema íröksk stjórnvöld fari fram á annað. Þá verður hægt að rétta yfir bandarískum hermönnum sem sakaðir hafa verið um alvarlega glæpi utan starfs síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×