Lífið

Þursaflokkurinn á leið til Akureyrar

Tommi segir betra að Þursarnir fari norður en að Akureyringar komi suður.
Tommi segir betra að Þursarnir fari norður en að Akureyringar komi suður. MYND/Gunnar Andrésson

Landsmenn virðast ekki geta fengið nóg af Þursaflokknum. Vegna fjölda áskorana hafa Þursarnir ákveðið að halda til Akureyrar og halda tónleika á Græna hattinum föstudaginn 11. apríl.

Stórtónleikar þeirra með Caput í Laugardalshöllinni slógu rækilega í gegn; 3.000 manns pakkfylltu húsið og dómar voru glimrandi. Útgáfa á kassa með öllum diskum Þursana og áður óútgefnu efni hefur ennfremur slegið í gegn og er nú uppseldur á landinu.

Í tilkynningu frá sveitinni segir að beiðnum og fyrirspurnum frá landsbyggðinni um mögulega tónleika þar hafi rignt inn og það sé því einkar ánægjulegt að geta staðfest þessa fyrstu tónleika þeirra á landsbyggðinni í yfir tvo áratugi.

Aðspurður af hverju Akureyri yrði fyrir valinu sagði Tómas Tómasson bassaleikari sveitarinnar að betra væri að þursarnir færu til Akureyrar, en að Akureyringar kæmu suður.

Einungis eru 180 miðar eru í boði, og er ráðgert er að hefja miðasölu í lok næstu viku. Fyrirkomulag hennar verður kynnt strax eftir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.