Lífið

Patrick Swayze með krabbamein í brisi

MYND/AP

Bandaríski leikarinn Patrick Swayze hefur greinst með með krabbamein í brisi eftir því sem tímaritið People greinir frá.

Þar er haft er lækni hans að krabbameinið sé ekki útbreitt í brisinu og hann svari meðferð vel. Vísar hann sögusögnum sem gengið hafa um að Swayze heyi nú dauðastríð á bug.

Swayze er 55 ára og er einna þekktastur fyrir hlutverk sín í myndunum Dirty Dancing og Ghost en hann hóf feril sinn sem dansari. Swayze er einnig þekktur fyrir hlutverk sitt sem útkastari í myndinni Road House.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.