Lífið

Ánægð með Botoxfyllt andlitið og nýju brjóstin

Brigitte varð fræg á níunda áratugnum fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Rocky IV og Beverly Hills Cop.
Brigitte varð fræg á níunda áratugnum fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Rocky IV og Beverly Hills Cop.

Batnandi útlit fyrrverandi eiginkonu hasarhetjunnar Sylvester Stallone, Brigitte Nielsen, vakti athygli í næturklúbbi í Lundúnum þar sem hún var stödd ásamt föruneyti á dögunum.

Nielsen gekkst nýverið undir fjölda lýtaaðgerða fyrir opnum tjöldum á þýsku sjónvarpsstöðinni RTL eins og fitusog og andlitslyftingu með aðstoð Botox.

Mér líður eins og ég sé þrítug á ný, sagði Brigitte sem er 44 ára gömul.

Einnig gekkst hún undir tannaðgerðir og brjóstastækkun svo eitthvað sé nefnt í þeirri von um að líta betur út. Lýtalæknirinn Gerhard Sattler sem er talinn einn sá færasti þar í landi hafði umsjá með breytingunum.

Brigitte með vinkonum sínum ánægð með útkomuna eftir lýtaaðgerðirnar.

Titill raunveruleikaþáttanna nefnist: From Old to New: Brigitte Nielsen in the Celebrity Clinic. Þar fengu áhorfendur að fylgjast með aðgerðunum sem hún gekk í gegnum frá upphafi til enda.

„Ég er meðvituð um að ég er fyrsta fræga konan í heiminum sem leyfir sér að fara í slíkar aðgerðir fyrir opnum tjöldum," sagði Brigitte.

Rúmlega tvær milljónir Þjóðverja stilltu á sjónvarpsstöðina RTL til að sjá raunveruleikaþáttinn um fjölda lýtaaðgerða sem gerðar voru á Brigitte þar sem engu var haldið eftir þegar kom að aðgerðunum á líkama hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.