Gullskórinn yrði bara fínn bónus 21. september 2008 00:01 Guðmundur Steinarsson hefur farið hreinlega á kostum í Landsbankadeildinni í sumar og er markahæsti leikmaður deildarinnar með 16 mörk í 19 leikjum. Mynd/Víkurfréttir Guðmundur Steinarsson fór mikinn þegar Keflavík vann Breiðablik og skoraði þá í sínum áttunda leik í röð og er leikmaður 20. umferðar hjá Fréttablaðinu. Keflvíkingar sýndu enn og aftur á dögunum gegn Breiðablik að þeir gefast aldrei upp og þrátt fyrir að vera 0-1 undir í hálfleik sigraði liðið örugglega að lokum 3-1. Guðmundur Steinarsson var eins og oft áður arkítektinn af sigrinum og skoraði í sínum áttunda leik í röð í deildinni. „Við sýndum gríðarlegan styrk með því að koma til baka og klára dæmið á móti vindi og við erfiðar vallaraðstæður. Keflavíkurliðið hefur mikla trú á eigin getu og þegar við lendum undir í leikjum erum við ekkert að hengja haus, heldur bæta menn bara í og það hefur heldur betur skilað sér," segir Guðmundur. Spurður út í lykilinn að góðu gengi Keflavíkurliðsins í sumar kvað Guðmundur vitanlega margt liggja þar að baki. „Það er ansi margt sem kemur þar til. Fyrir það fyrsta þá æfðu menn náttúrulega mjög vel á undirbúningstímabilinu og þeir nýju leikmenn sem komu til liðsins smellpössuðu bara inn í hópinn. Það auðveldaði vissulega mikið að fá Hólmar Örn, Hörð og svo Jóhann Birni sem eru allt Keflvíkingar og þekktu allt og alla á staðnum. Andinn í hópnum er því búinn að vera frábær og það er held ég stærsti hlutinn í þessu," segir Guðmundur. Staðan er vissulega góð hjá Keflavík en Guðmundur ítrekar að enn sé ekkert í höfn hjá liðinu. „Við eigum tvo erfiða leik eftir gegn FH á útivelli og Fram á heimavelli. Við förum að sjálfsögðu í alla leiki til þess að vinna þá og við ætlum því að klára dæmið gegn FH. FH-ingar töpuðu illa í síðasta leik sínum og mæta örugglega dýrvitlausir í leikinn gegn okkur og við verðum því að vera tilbúnir í baráttuleik," segir Guðmundur en Keflvíkingum nægir jafntefli til þess að tryggja sér titilinn. Guðmundur er sem stendur markahæsti leikmaður Landsbankadeildar með 16 mörk, þremur mörkum meira en Björgólfur Takefusa sem kemur þar næstur. „Þegar liðið er að spila svona vel eins og það eru búið að vera að gera er erfitt að eiga ekki góða leiki í stöðu framherja. Það er líka mikil samkeppni um stöður í liðinu, bæði á æfingum og í leikjum, þannig að maður verður að spila vel til þess að halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Það heldur manni náttúrulega á tánum og heldur manni ferskum. Það er gaman að vera á toppnum yfir markahæstu menn og það væri auðvitað fínn bónus að fá eitt stykki gullskó, en deildin er aðalatriðið," segir Guðmundur. Keflavík varð síðast meistari árið 1973 og þá varð Steinar Jóhannsson, faðir Guðmundar, markhæstur hjá Keflavík. „Hann er liggur við spenntari yfir stöðu mála en ég og styður vel við bakið á mér." omar@frettabladid.is Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Guðmundur Steinarsson fór mikinn þegar Keflavík vann Breiðablik og skoraði þá í sínum áttunda leik í röð og er leikmaður 20. umferðar hjá Fréttablaðinu. Keflvíkingar sýndu enn og aftur á dögunum gegn Breiðablik að þeir gefast aldrei upp og þrátt fyrir að vera 0-1 undir í hálfleik sigraði liðið örugglega að lokum 3-1. Guðmundur Steinarsson var eins og oft áður arkítektinn af sigrinum og skoraði í sínum áttunda leik í röð í deildinni. „Við sýndum gríðarlegan styrk með því að koma til baka og klára dæmið á móti vindi og við erfiðar vallaraðstæður. Keflavíkurliðið hefur mikla trú á eigin getu og þegar við lendum undir í leikjum erum við ekkert að hengja haus, heldur bæta menn bara í og það hefur heldur betur skilað sér," segir Guðmundur. Spurður út í lykilinn að góðu gengi Keflavíkurliðsins í sumar kvað Guðmundur vitanlega margt liggja þar að baki. „Það er ansi margt sem kemur þar til. Fyrir það fyrsta þá æfðu menn náttúrulega mjög vel á undirbúningstímabilinu og þeir nýju leikmenn sem komu til liðsins smellpössuðu bara inn í hópinn. Það auðveldaði vissulega mikið að fá Hólmar Örn, Hörð og svo Jóhann Birni sem eru allt Keflvíkingar og þekktu allt og alla á staðnum. Andinn í hópnum er því búinn að vera frábær og það er held ég stærsti hlutinn í þessu," segir Guðmundur. Staðan er vissulega góð hjá Keflavík en Guðmundur ítrekar að enn sé ekkert í höfn hjá liðinu. „Við eigum tvo erfiða leik eftir gegn FH á útivelli og Fram á heimavelli. Við förum að sjálfsögðu í alla leiki til þess að vinna þá og við ætlum því að klára dæmið gegn FH. FH-ingar töpuðu illa í síðasta leik sínum og mæta örugglega dýrvitlausir í leikinn gegn okkur og við verðum því að vera tilbúnir í baráttuleik," segir Guðmundur en Keflvíkingum nægir jafntefli til þess að tryggja sér titilinn. Guðmundur er sem stendur markahæsti leikmaður Landsbankadeildar með 16 mörk, þremur mörkum meira en Björgólfur Takefusa sem kemur þar næstur. „Þegar liðið er að spila svona vel eins og það eru búið að vera að gera er erfitt að eiga ekki góða leiki í stöðu framherja. Það er líka mikil samkeppni um stöður í liðinu, bæði á æfingum og í leikjum, þannig að maður verður að spila vel til þess að halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Það heldur manni náttúrulega á tánum og heldur manni ferskum. Það er gaman að vera á toppnum yfir markahæstu menn og það væri auðvitað fínn bónus að fá eitt stykki gullskó, en deildin er aðalatriðið," segir Guðmundur. Keflavík varð síðast meistari árið 1973 og þá varð Steinar Jóhannsson, faðir Guðmundar, markhæstur hjá Keflavík. „Hann er liggur við spenntari yfir stöðu mála en ég og styður vel við bakið á mér." omar@frettabladid.is
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira