Sienna málar sig út í horn 22. júlí 2008 06:00 Sienna Miller er ekki vinsæl þessa dagana eftir að samband hennar við kvæntan mann komst í hámæli. Nordicphotos/Getty Breska dagblaðið Daily Mirror greinir frá því að Sienna Miller og gifti kærasti hennar ætli að hefja búskap bráðlega. Samband þeirra hefur bakað Siennu miklar óvinsældir. „Áður en þau fóru í frí til Ítalíu var Sienna svo gott sem flutt inn til Balthazars. Eiginkona hans og börnin þeirra fjögur höfðu flutt út og Sienna og Balthazar nutu þess til hins ýtrasta að vera ein í húsinu. Hana langar þó ekki að flytja inn í húsið sem Balthazar deildi með konu sinni heldur vill hún finna nýtt heimili fyrir sig og Balthazar. Vinum hennar finnst hún þó vera að fara einum of geyst í sakirnar,“ sagði heimildarmaður við Mirror. Sienna og Balthazar eyddu saman tíma á Ítalíu fyrir stuttu og náðust þar myndir af parinu þar sem þau föðmuðust og kysstust í sólinni. Eiginkona Balthazars hefur hingað til ekki tjáð sig um málið en í kjölfar birtingar myndanna lét hún hafa eftir sér að henni finnist hún niðurlægð vegna framkomu parsins. „Sienna naut athyglinnar sem hún fékk frá Balthazar á Ítalíu og virtist vera algjörlega grunlaus um það sem hún er að gera konu hans og börnum,“ var haft eftir einum sjónarvotti. Það eru þó ekki nema tveir mánuðir síðan leikkonan ræddi um samband sitt við leikarann Rhys Ifans og sagði við það tækifæri að hún hefði með honum fundið sanna ást. „Þegar einhver segir nafnið hans þá brosi ég eins og kjáni því það fær mig til að hugsa um hann og það gerir mig hamingjusama. Ég elska Rhys, en hann er jafnframt minn besti vinur,“ sagði leikkonan um Rhys. Stuttu seinna sleit hún sambandinu við leikarann símleiðis. Rhys Ifans tilheyrir vinahóp sem hefur mikil völd innan tísku- og kvikmyndaheimsins og er hann meðal annars góður vinur fyrirsætunnar Kate Moss. „Framkoma Siennu gerði marga vini Rhys mjög reiða og með því málaði hún sig algjörlega út í horn,“ var haft eftir heimildarmanni. Með sambandi sínu við Balthazar virðist Sienna vera að skaða nafn sitt enn frekar því Rosetta Getty, eiginkona Balthazars, er vel liðin meðal fólks í Hollywood. „Sienna á eftir að eiga erfiða tíma fram undan og henni verður ekki tekið opnum örmum í Hollywood.“ Vinir Siennu segja að þótt hún virðist oft vera hæversk sé hún mjög sjálfsörugg og meðvituð um eigin fegurð. Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira
Breska dagblaðið Daily Mirror greinir frá því að Sienna Miller og gifti kærasti hennar ætli að hefja búskap bráðlega. Samband þeirra hefur bakað Siennu miklar óvinsældir. „Áður en þau fóru í frí til Ítalíu var Sienna svo gott sem flutt inn til Balthazars. Eiginkona hans og börnin þeirra fjögur höfðu flutt út og Sienna og Balthazar nutu þess til hins ýtrasta að vera ein í húsinu. Hana langar þó ekki að flytja inn í húsið sem Balthazar deildi með konu sinni heldur vill hún finna nýtt heimili fyrir sig og Balthazar. Vinum hennar finnst hún þó vera að fara einum of geyst í sakirnar,“ sagði heimildarmaður við Mirror. Sienna og Balthazar eyddu saman tíma á Ítalíu fyrir stuttu og náðust þar myndir af parinu þar sem þau föðmuðust og kysstust í sólinni. Eiginkona Balthazars hefur hingað til ekki tjáð sig um málið en í kjölfar birtingar myndanna lét hún hafa eftir sér að henni finnist hún niðurlægð vegna framkomu parsins. „Sienna naut athyglinnar sem hún fékk frá Balthazar á Ítalíu og virtist vera algjörlega grunlaus um það sem hún er að gera konu hans og börnum,“ var haft eftir einum sjónarvotti. Það eru þó ekki nema tveir mánuðir síðan leikkonan ræddi um samband sitt við leikarann Rhys Ifans og sagði við það tækifæri að hún hefði með honum fundið sanna ást. „Þegar einhver segir nafnið hans þá brosi ég eins og kjáni því það fær mig til að hugsa um hann og það gerir mig hamingjusama. Ég elska Rhys, en hann er jafnframt minn besti vinur,“ sagði leikkonan um Rhys. Stuttu seinna sleit hún sambandinu við leikarann símleiðis. Rhys Ifans tilheyrir vinahóp sem hefur mikil völd innan tísku- og kvikmyndaheimsins og er hann meðal annars góður vinur fyrirsætunnar Kate Moss. „Framkoma Siennu gerði marga vini Rhys mjög reiða og með því málaði hún sig algjörlega út í horn,“ var haft eftir heimildarmanni. Með sambandi sínu við Balthazar virðist Sienna vera að skaða nafn sitt enn frekar því Rosetta Getty, eiginkona Balthazars, er vel liðin meðal fólks í Hollywood. „Sienna á eftir að eiga erfiða tíma fram undan og henni verður ekki tekið opnum örmum í Hollywood.“ Vinir Siennu segja að þótt hún virðist oft vera hæversk sé hún mjög sjálfsörugg og meðvituð um eigin fegurð.
Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Sjá meira