Lífið

Brotist inn hjá sjónvarpsstjörnu á meðan hún var í beinni

David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain mæta á Brit verðlaunahátíðina í London.
David Walliams og Matt Lucas úr Little Britain mæta á Brit verðlaunahátíðina í London. MYND/AFP

Brotist var inn í hús David Walliams stjörnu í þáttunum Little Britain á meðan hann var í beinni útsendingu til styrktar góðgerðarmálum. Lögreglan telur að þjófarnir hafi vitað að hann yrði í sjónvarpsstúdíói og að íbúð hans í London yrði mannlaus.

Grínleikarinn tók þátt í símasöfnun BBC Sports Relief á föstudagskvöld og talaði um góðgerðarsund sem hann synti yfir Gíbraltarsund ásamt James Crackness þegar þjófarnir réðust til atlögu.

Leikmenn fótboltaliðsins Liverpool hafa einnig lent í sömu reynslu á meðan þeir spiluðu leik og voru í beinni á vellinum. Í desember varð Steven Gerrard fyrirliði liðsins sjötti leikmaðurinn sem brotist var inn hjá.

Walliams uppgötvaði innbrotið í gærmorgun og hefur þegar látið skipta um lása á íbúðinni, sem gekk undir heitinu Spernova Heights þegar Noel Gallagher átti hana.

Ekki er enn ljóst hversu miklu var stolið eða hvort Walliams varð fyrir miklu tjóni en lögregla rannsakaði húsið í meira en fimm klukkutíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.